31.5.2007 | 18:01
LOKSINS!
Loksins loksins! Við erum búnar!!!!!
Við kláruðum myndasýninguna í gær eins og stendur í blogginu okkar en núna erum við einnig búnar með þessaða bók! Ég og Erna mættum á tilsettum tíma klukkan hálf tíu, en Fríða svaf "óvart" yfir sig
!!!! Nei ég er að stríða þér Fríða mín
!!! Hún svaf yfir sig, eins og við Erna höfum gert líka síðustu tvo morgna!
En hey, við erum nú bara mannlegar
En við Erna fórum upp á bókasafn og byrjuðum og það leið ekki langur tími þangað til að Fríða kom og gekk til liðs við okkur
Við röðuðum upp öllum textunum og myndunum í bókinni. Við kláruðum forsíðuna sem er snilld ,,by the way..."
En þegar við vorum að klára þetta kemur ekki Hófí niður stigann og segir okkur að einkunnirnar úr samrændu eru komnar Við frjósum en förum svo upp stigann til þess að fá að vita okkar tölur
Við gerðum það og okkur gekk öllum prýðilega!!!!!
Eftir gott spennufall, var reynt að halda áfram en vegna áfalls ákváðum að taka okkur frí að renslinu sem var klukkan hálf eitt. Við fórum í mat og fórum svo í prufuna sem gekk bara mjög vel, ekkert vesen með tölvuna! Eftir renslið prentaði Maríella út bókina og Kristján Inga setti gorma í og Guðrún skoðaði hana!
Ég vil nota tækifærið og þakka öllum kennurunum fyrir alla hjálpina
En núna er Erna í inntökuprófi í dansi við hugsum mjög fallega til hennar og höfum engar áhyggjur af henni og vona að hún sjái sér fært til að mæta og dansa meira á ballinu á eftir!!!
Því ef ekki mun ég í alvörunni fara að gráta
!!! og síðan hefna mín!
En ég hef þetta ekki lengra í dag! Takk fyrir mig! Ágústa Ebba
Athugasemdir
Hæj hæ..
Glæsilegt blogg hjá þér
Þetta blogg er mun litríkara en ég bjóst við að það yrði, hehe
. En sjáumst á eftir.
kv. Fríða
Fríða (IP-tala skráð) 31.5.2007 kl. 19:17
æjj... krúttlegt blogg hjá þér
Ég er ógó fegin að þetta sé loksins búið og hafi tekist svona vel
...
já, eins og Ágústa gerði fyrir okkur allar þá ætla ég líka að þakka öllum sem hjálpuðu okkur með þetta verkefni
Takk fyrir fallegar hugsanir til mín í inntökuprófinu
... ég fór í kasst þegar þú sagðir "...og vona að hún sjái sér fært til að mæta og dansa meira á ballinu á eftir!!! Því ef ekki mun ég í alvörunni fara að gráta!!! og síðan hefna mín!" LOL
-er búin að gera þetta ógeðslega litaglatt og VONA að litirnir komi...
Sjáumst á morgun kl. 8:30
...
-Erna Rós

Erna Rós (IP-tala skráð) 3.6.2007 kl. 17:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.