Erum að klára!

Blessuð!

Það var ætlunin að hittast klukkan 9 eins og venjulega en eins og gengur og gerist hjá venjulegu fólki þá slökkti ég á vekjaraklukkunni minni eftir að hún var búin að hringja og ég vaknaði ekki fyrr en klukkan 9:00!!!Sleeping BlushEn þetta bjargaðist, ég hljóp inn í samtal við Guðrúnu þegar ég kom!  Þær voru heldur ekkert byrjaðar!Shocking Nei ég er að grínast!Tounge 

Við unnum í litla kósý herberginu okkar og komum miklu í verk.  Við löguðum uppsetninguna og alls kyns smáhluti sem þurfti að laga.  T.d. laga skriftina, stærðina og litina í textunum eða raða myndunum rétt svo þær passa við lagið sem er spilað undir.   Loksins, loksins, náðum við að klára alla myndsýningunaW00t!!!!!  En ekki fagna of fljótt! Pouty  Við þurfum samt líka að gera vara verk, ef tölvurnar myndu hrynja eða eitthvað myndi gerast þá þýðir ekki að standa tómhentar upp á sviði!!!PoliceNei nei! Núna erum við að gera bók!  Hún á að innihalda allt efni sem við höfum gert á þessum tíma!  Við byrjuðum á henni í dag og erum komin frekar lang á veg með hana en eigum eftir að prenta hana út og gera umgjörð og setja gorma á hana.  En allt þetta ætlum við að gera á morgun. 

Ég ætla nú bara að fara að segja þetta gott í bili.  Við bloggum á morgun líka, heyrumst þá!

Ágústa Ebba


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband